Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
22.11.2009 | 22:49
Hagar til "nýrra" eigenda
13.3.2009 | 11:01
Athyglisverð greining hagfræðingsins Pedro Videlo
Hagfræðingurinn Pedro Videlo sem flutti erindi í gær á Viðskiptaþingi undir yfirskriftinni Kreppa 101, kemur með hnitmiðuðustu greiningu á stöðu íslenskra peningamála sem ég hef hingað til heyrt. Okkur standa til boða tveir kostir:
1. Krónan áfram, hagkerfið lokað með gjaldeyrishöftum.
2. Upptaka Evru
Sjálfstæð fljótandi króna er ekki kostur að hans mati vegna þess að við höfum ekki nógu öflug tæki til að hafa stjórn á frjálsu fjármagnsflæði eins og nú er frægt orðið.
Þetta er málið í hnotskurn. Við þurfum að viðurkenna þessa stöðu og reyna að vinna úr henni einhvern veginn.
Vandamálið er auðvitað að báðir kostir eru vondir. Kostur eitt er hræðilegur og mun leyða til einangrunar og fólksflótta.
Kosti 2 má líkja við fjallgöngu á Himalaja. Hann krefst gríðarlegs margra ára undirbúnings og miklar líkur eru á að maður verði úti á leiðinni. Þeir sem hafa kynnt sér Maastricht skilmálana fyrir inngöngu í myntkerfið sjá að við eigum gríðarlega erfiða vinnu fyrir höndum til að uppfylla þau, sérstaklega ef við þurfum að burðast með líkið af íslensku krónunni á ferðalaginu. Raunhæft mat tel ég vera 10 til 20 ár áður en við getum uppfyllt þau og þá með miklum fórnum.
Því freistast maður til að leiða hugann aftur að einhliða upptöku Evrunnar. Ég hef lesið rök þeirra sem eru á móti þeirri leið og er ekki sannfærður.
Þegar allt kemur til alls, er kannski skynsamlegast að taka Evruna upp einhliða og sækja svo um aðild að ESB þegar það hefur jafnað sig á þeirri ósvífni ?
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2009 | 17:58
Fasteignir í USA á tombóluverði
Þessar upplýsingar og myndir sendi mér góður amerískur vinur minn. Þær eru frá úthverfi Atlanta borgar í Georgíufylki í Bandaríkjunum. Eins og sjá má er hægt að fá mikið fyrir peninginn. $50þ. eða 5,7 Mkr. Einbýlishús og stór lóð og þetta er ekkert "slum" ég hef verið þarna á svæðinu. Kannski engin höll en samt ótrúlega mikið fyrir peninginn. Í íslensku eignabólunni værum við að tala um tugi milljóna fyrir eitthvað svipað. Bandaríski fasteignamarkaðurinn er auðvitað í tómu rugli núna, þar byrjaði eignabólan sem nú er sprungin framan í heiminn og nú virðist þetta vera algjör kaupendamarkaður.
Ég velti fyrir mér hvort eitthvað svipað geti gerst hér á landi, þ.e.a.s. algjört hrun eignaverðs. Það er gríðarlegt offramboð á nýjum íbúðum á landinu og spurning hvað eigendur þeirra hvort sem það eru einstaklingar, verktakar eða lánveitendur sem hafa leyst þær til sín geta hangið á þeim lengi áður en þær fara á brunaútsölu.
Meðfylgjandi er lýsing á eigninni í USA með myndum.
$49,500 cash/hard money
Short Sale For Quick Sale!
3619 Burlingham Drive
Lithonia, GA 30038
DEKALB COUNTY