7.3.2009 | 17:58
Fasteignir í USA á tombóluverði
Þessar upplýsingar og myndir sendi mér góður amerískur vinur minn. Þær eru frá úthverfi Atlanta borgar í Georgíufylki í Bandaríkjunum. Eins og sjá má er hægt að fá mikið fyrir peninginn. $50þ. eða 5,7 Mkr. Einbýlishús og stór lóð og þetta er ekkert "slum" ég hef verið þarna á svæðinu. Kannski engin höll en samt ótrúlega mikið fyrir peninginn. Í íslensku eignabólunni værum við að tala um tugi milljóna fyrir eitthvað svipað. Bandaríski fasteignamarkaðurinn er auðvitað í tómu rugli núna, þar byrjaði eignabólan sem nú er sprungin framan í heiminn og nú virðist þetta vera algjör kaupendamarkaður.
Ég velti fyrir mér hvort eitthvað svipað geti gerst hér á landi, þ.e.a.s. algjört hrun eignaverðs. Það er gríðarlegt offramboð á nýjum íbúðum á landinu og spurning hvað eigendur þeirra hvort sem það eru einstaklingar, verktakar eða lánveitendur sem hafa leyst þær til sín geta hangið á þeim lengi áður en þær fara á brunaútsölu.
Meðfylgjandi er lýsing á eigninni í USA með myndum.
$49,500 cash/hard money
Short Sale For Quick Sale!
3619 Burlingham Drive
Lithonia, GA 30038
DEKALB COUNTY
q This is a siding and brick traditional home with a 2 car garage built in 1977. The home is located in a very nice subdivision and sits on a huge lot close to an acre in size.
q This home offers 4 bedrooms with 2 and 1/2 baths with formal living room, dining room and family room with brick fireplace! All rooms are nice size!
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.