22.11.2009 | 22:49
Hagar til "nýrra" eigenda
Nú hefur útrásarvíkingi númer eitt verið einum boðið að kaupa 60% í Högum. Öðrum er ekki hleypt að borðinu. Þetta er óskiljalegt. Eignarhaldsfélagið hans er gjaldþrota en honum einum er hleypt að borðinu. Skildi þetta vera raunin í tilfelli allra gjaldþrota fyrirtækja? Auðvitað ekki það sanna nýleg dæmi. Hvað er þá í gangi hér? Það er ekki útskýrt því miður. Auðvitað hefðu fleiri átt að fá að koma að borðinu. Hvaða vinnubrögð er hér í gangi? Meðan þetta er ekki útskýrt er aðeins hægt að komast að einni niðurstöðu: Stjórn og bankastjóri Nýja Kaupþings eru ekki að gæta hagsmuna eigenda sinna og eru því með öllu óhæf.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.